"Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld" 2

Fyrir skömmu sagði ég frá því að móðir mín hefði dottið og það tók mig viku að fá lækni fyrir hana.

Mig langar aðeins að segja ykkur frá hvernig staðan er með hana núna.

Sem sagt, eftir vikur frá því að hún datt fékk hún loksins lækni og í stuttu máli sagt þá var hún lögð inn þar sem hún var mikið marinn og aum í baki.  Við rannsóknir kemur svo í ljós að hún er trúlega að detta (þetta var ekki í fyrsta sinn sem hún datt) vegna blóðleysis.  Hún var send suður með sjúkraflugi í fyrri nótt og úr síðustu rannsóknum sem ég hef fengið fréttir af þá er hún með miklar innvortis blæðingar og er henni nú gefið stöðugt blóð.  Þessar innvortis blæðingar stafa ekki af fallinu heldur fallið af blóðleysi.  Nú er verið að rannsaka hvernig stendur á þessum blæðingum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vonandi verður alltí lagi með hana það sorglegt þegar svona kemur fyrir

Kristín Katla Árnadóttir, 30.3.2007 kl. 23:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ þetta er slæmt.  Vonandi heilsast henni móður þinni vel.  Gott samt að þetta er komið í ljós Birna Mjöll mín.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2007 kl. 01:04

3 identicon

Velkomin heim dúllan mín. Vonandi hefur þú nú bæði séð heyrt og  keypt eitthvað fallegt hjá Lettunum.

Vona að móður þinni fari að heilsast betur.

Kv að austan frá Gunnu

Gunna (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 13:23

4 identicon

Sæl Birna mín.  Vona að það sé ekkert alvarlegt með mömmu þína.   Ég spjallaði helling við hana í síma um daginn.  Ég hringdi í vitlaust númer,  ætlaði að hringja í Gróu og senda skeyti en lenti á mömmu þinni og hún var svo glöð að fá fréttir af mér. 

Verst að þú skulir ekki vera í bænum eftir helgina.  Við stelpurnar ætlum að hittast fyrst Búbba er á landinu.   Það er merkilegt hvað Ísland er lítið,  Á fimmtudaginn rétt eftir að Steina hringdi í þig til Kaupmannahafnar, úr búðinni hjá mér á Laugaveginum,  þá skaust ég upp í sparisjóð á Skólavörðustígnum og gettu hver stóð þar á miðju gólfi.  Engin önnur en Búbba, nýkomin frá Noregi og íslenskur hraðbanki búin að éta kreditkortið hennar.  Sú var stressuð, var einmitt á leiðinni að sækja upphlut sem búið er að taka hálf ár að sauma á dóttur hennar og kostar nokkur hundruð þúsund,  ekki gott að missa kortið sitt þá.  En þetta reddaðist allt.  Það verður gaman að hitta stelpurnar.   Kv. Stína Gísla

Kristín Gísladóttir (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 23:00

5 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Velkomin heim . Vona að það komi fljót í ljós hvað það er sem veldur blóðleysi hjá mömmu þinni og það verði lagað . Klemm og knús

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 1.4.2007 kl. 18:18

6 Smámynd: Ester Júlía

Æi skelfilegt að heyra þetta, vona að það takist að koma fyrir þetta.  Hrikaleg þessi heilbrigðisþjónusta hér ..urrr...

Kv. Ester  

Ester Júlía, 1.4.2007 kl. 20:02

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, þetta er aldeilis fáránlegt! Vona að allt fari vel! Heilbrigðiskerfið fer sífellt versnandi. Mikið vildi ég að féð sem nota á í hátæknisjúkrahús verði sett í að bæta þjónustuna og hækka launin hjá heilbrigðisstarfsfólki! Ég er ekki enn búin að fyrirgefa þessu fjandans kerfi þegar ég var send heim með m.a. sprautu (venjulega, ekki í pennaformi) og átti að sprauta mig sjálf í magann eða lærið með blóðþynningarlyfi ... og undirbúa mig algjörlega sjálf undir aðgerðina sem var mjög stór! Síðan send heim það snemma að ég þurfti manneskju til að búa hjá mér fyrstu dagana, komst ekki sjálf framúr! Þetta er algjört hneyksli hvernig farið er með okkur. Svo heyrir maður í fjölmiðlum að við búum í frábæru landi með bestu heilbrigðisþjónustu í heimi! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.4.2007 kl. 22:51

8 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Sæl Birna mín, ég las þetta á vefnum hjá ykkur og þetta er alveg með ólíkindum hvað fólki á landsbyggðinni býr við og er það einnig að síga á svartari hliðina á höfðuborgarsvæðinu. Svo er verið að tala um velferðarkerfið hér á landi að það sé svo gott. Það er nú meira. Ég hafði ekki hugmynd um að þú værir með blogg fyrr en ég rakst á þetta í dag. Flott síðan hjá þér. Bið innilega að heilsa mömmu þinni með ósk um góðan bata og svo óska ég öllum og gleðilega páska.

Sigurlaug B. Gröndal, 4.4.2007 kl. 12:07

9 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Vonandi er komið í ljós hvað amar að hjá móðir þinni og líðan hennar að batna.

Vatnsberi Margrét, 5.4.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

41 dagur til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband