Hundalíf

Fyrir um það bil 8 mánuðum gaf ég  Ásrúnu systur minni hvolp, þetta var hreinræktaður Border colly.   Þeim hjónum hafði langað að eignast hund.  Finnbogi maðurinn hennar var ekki alveg á því að fá þennan hvolp hjá mér þar sem þetta var tík, en lét þó undan. 

 100_5944          100_6049

 

 Og Perla flutti nú til Reykjavíkur.  Perla unni sér vel í borginni enda vel með hana farið og mikið við hana látið.


Finnbogi vinnur mikið upp í sveit og var hann duglegur að taka hana með sér, Perla var því mjög frjáls hundur þó svo að hún hafi átt heima í Reykjavík.
Í hvert sinn er ég heyrði ég þeim hjónum þá töluðu þau um Perlu alveg eins og hún væri mennsk.  Það var yndislegt að hlusta á þau tala um hundinn. 


Á heimili þeirra hjóna eru tveir drengir og hefur þeim samið mjög vel við hvolpinn.  Þegar drengirnir rífast þá kemur Perla inn í eldhús og klagar. 
Í fyrstu gerði hún öll sín stykki á gólfið en var fljótt vanin af því, þetta var orðið þannig að þegar einhver pirringur var í hvolpinum þá spurði Ásrún hana hvort hún þyrfti að pissa og þá vældi hann ámótlega og honum var hleypt út til að pissa.

100_6464          100_6452
Perla var nefnilega sérstakur hundur.  Strax og tíkin (mamma Perlu) gaut hjá okkur á varð ég hrifin af þessari tík og ég var ákveðin að halda einum hvolpinum sjálf úr þessu goti.  En fyrir voru 4 hundar og við vorum ákveðin í að fjölga ekki tíkum, ef einhver ætlaði að fá hvolp þá yrði það að vera hundur.
Við seldum hvolpana einn af öðrum, og alltaf sagði ég að Perla væri lofuð, Keran mynnti mig alltaf á að ég yrði að láta hana fara, en það passaði enginn sem eigandi fyrir hana.  Hvolpunum fækkaði, eftir voru Perla og Besti.  Ég ætlaði að eiga Besta og ég vissi að nú yrði Perla að fara næst. 
Svo þegar það kom upp að Ásrúnu langaði  í hund þá vissi ég að ég hafði verið að bíða eftir þessu.  Perla átti að verð þeirra og flutti því suður til Ásrúnar og Finnboga eins og fyrr segir.


Síðustu daga var Finnbogi eins og svo oft áður að vinna út í sveit og Perla með honum, hún fór aldrei langt frá, nema í dag, þá virðist vera sem hún hafi elt fólk sem var þarna á gangi, hún var komin frekar langt frá Finnboga sem vissi ekki að hún hefði farið.
Finnbogi fékk hringingu, það hafði verið keyrt yfir Perlu, hún dó strax.

          100_6504
Er hægt að gráta hund eins og það hafi verið einhver náskyldur manni?
Jú auðvitað er það hægt, og það er ekkert að því að gráta þegar svona kemur fyrir.


Elsku Ásrún mín og Finnbogi, mér þykir þetta ofsalega leiðinlegt.  Þegar við jöfnum okkur á þessu þá erum við hér ákveðin í að finna annan hvolp fyrir ykkur.  Það verður aldrei önnur Perla, því hún er ekki til.


Ástarkveðjur úr sveitinni í systir
Besta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Ég er með tárin í augunum , þetta er einstaklega fallega skrifað.  Ég samhryggist ykkur öllum, ég veit hvað það getur verið sárt að missa dýr.  Mín dýr verða hluti af fjölskyldunni eins og Perla hefur líka verið.  Kærleikskveðja. 

Ester Júlía, 16.3.2007 kl. 23:05

2 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Er samála Ester , það er alltaf erfit að missa bæði dýr og menn . Veit hvað það getur verið sárt , þið og þaug eiga alla mína samúð og samhrygjist ég þeim frá dýpstu hjartar rótum . Knús og klemm

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 16.3.2007 kl. 23:09

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið skil ég þetta vel það sem ég missti Tótu mína rétt fyrir jól er ekki komin yfir það enn ég er alltaf að hugsa um hana. Samhryggist með með Perlu littlu.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2007 kl. 18:00

4 Smámynd: Solla Guðjóns

ÆJ hvað þetta er sorglegt

Solla Guðjóns, 17.3.2007 kl. 19:06

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ elskulega það er sárt að missa dýr.  Við tengjum okkur ótrúlega mikið við saklaus augun og trúnaðartraustið sem skín út úr þeim.  Þú hefur alla mína samúð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2007 kl. 19:37

6 Smámynd: G Antonia

æi hvað þetta er sorglegt, við í minni fjölskyldu vorum að eignast dýr í fyrsta sinn á ævinni núna í desember, það er hundur, hreinræktaður Husky frá Akureyri, og hann er orðinn svo tengdur okkur í dag að ég skil ekki hvernig við gátum lifað án hans, fyrir hans tíma.
Ég votta samúð mína, við elskum að sjálfsögðu dýrin okkar!!!

G Antonia, 17.3.2007 kl. 22:30

7 identicon

það er svo sárt að missa gæludýrið sitt... man alltaf þegar að hann Camus okkar dó.... fæ enn kökk í hálsinn... samúðarkveðja

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 13:26

8 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Þið eigið alla mína samúð, það er alltaf erfitt að missa dýin sín þau eru bestu vinir manns.

 Regnbogabrúin



Hérna megin við himnaríki er staður sem heitir regnbogabrúin. Þetta er fagur staður með græn grös á túni, fjöll og dali.
Þegar besti vinur okkar deyr, eitthvert dýr sem var okkur mjög náið, fer það að Regnbogabrúnni. Þar er alltaf nóg af mat, vatni og sólskini, vinir okkar hlaupa um, leika sér og hafa það mjög gott.

Öll dýrin sem voru að veik eða gömul, eru aftur orðin ung og hraust, eins og í minningu okkar, frá okkar bestu stundum.Þarna eru allir hamingjusamir og ánægðir með lífið. Eitthvað skyggir þó á.Hvert og eitt þeirra saknar besta vinar síns, sem þótti vænt um þau og gætti þeirra þegar þau voru á jörðinni, en varð að vera eftir um sinn.Hvern dag leika vinir okkar sér og hlaupa  um, þar til dagurinn rennur upp. Snögglega hættir eitt þeirra að leika sér og lítur upp!

Hnusar út í loftið!

Sperrir eyrun!

Augun athugul!

Líkaminn titrar af spenningi!

Hann hleypur hratt frá hópnum!Þýtur yfir grænan völlinn, hleypur hraðar og hraðar!Það hefur verið beðið eftir þér!

Loksins þegar þú og besti vinur þinn hittist aftur tekur þú hann í fang þér, knúsar hann innilega og þið gleðjist yfir endurfundinum.Aldrei aftur aðskilin.

Gleðikossum rignir á andlit þitt, þú strýkur ástkært höfuð hans, þú lítur aftur í traustvekjandi augu vinar þíns, svo löngu farin þér frá, en aldrei úr hjarta þínu.
Að lokum farið þið  yfir regnbogabrúna....saman að eilífu.

Höfundur ókunnur.

Vatnsberi Margrét, 19.3.2007 kl. 11:09

9 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Æ, þessi grey verða strax fullgildir fjölskyldumeðlimir. Ósköp eðlilegt að gráta þessa gæðagripi.

andrea marta vigfúsdóttir, 19.3.2007 kl. 12:59

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég sit hérna með tárin í augunum ... skil algjörlega fólk sem grætur dýrin sín, þau verða svo stór hluti af lífi manns! Það rifjaðist líka upp fyrir mér þegar ég missti Nóru mína 1981, Labrador-skvísu sem var svo einstök og náði bara að verða 18 mánaða!!! Skammast mín ekki fyrir að segja að ég grét mikið yfir henni! Hún hljóp fyrir bíl!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.3.2007 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

96 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 217195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband