16.3.2007 | 15:26
"Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld"
Á þriðjudaginn fékk ég upphringingu frá systur minni sem sem býr í þorpinu þar sem mamma býr (ég er í 60 km. fjarlægð) hún sagði mér að mamma hefði dottið og hún væri mjög slæm í bakinu eftir fallið.
Ég hringdi á heilsugæsluna þar sem símastúlkan sagði mér að læknirinn væri upptekinn, ég sagði að ég væri að hringja vegna þess að kona á áttræðis aldri hefði dottið og væri hún slæm í baki eftir byltuna. Stúlkan endurtók að mikið væri að gera hjá lækninum, hann myndi hringja á morgun. Um kl 15.00 næsta dag var mér farið að leiðast og hringdi ég þá aftur á heilsugæsluna, enn er mér sagt að læknirinn sé mikið upptekinn í viðtölum en hann muni hringja á eftir. Á fimmtudeginum þegar hann er ekki enn búinn að hringja, hringi ég aftur, en i því miður, læknirinn er á Bíldudal, hann er alltaf á Bíldudal á fimmtudögum.
ÉG veit ekki hvað ég á að gera, hvert ég á að hringja, hvar ég get kvartað. Ég ákvað að hringja í yfirhjúkrunarkonu staðarins hún segir mér að hún ætli að tala við lækninn. Síðan hringir hún aftur og segir mér að lækninum sé kunnugt um þetta, hún segir mér að læknirinn muni hringja.
Klukkan 20:00 á fimmtudagskvöldið hringdi læknirinn, ég bað hann að líta til hennar, en hann lofaði að hringja á morgun. OK á morgun.
Klukkan er orðin 15:00 og enn hefur hann ekki hringt.
Það er af gömlu konunni að segja að hún er mikið marin, á erfitt með svefn þar sem hún er mjög slæm í bakinu, hún átti hækjur síðan hún var fór í aðgerð á hnjánum, nú staulast hún um með hækjurnar sínar.
Ég man eftir auglýsingu sem var í sjónvarpinu þegar ég var lítil, það var mynd af gömlum hjónum sem sátu á bekk niður við tjörn, svo kom texti: "Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld"
Hvað varð um þetta?
33 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 217218
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
- dufa65
- annarun
- thordistinna
- mydogs
- antonia
- ragnarfreyr
- gurrihar
- estro
- zoti
- jensgud
- helgigunnars
- klaralitla
- bonham
- sifjar
- kiddirokk
- jonbondi
- katlaa
- skrifa
- thelmaasdisar
- palmig
- sigmarg
- 730
- maple123
- ekg
- zunzilla
- steina
- kallimatt
- vefritid
- sveita
- blossom
- kruttina
- berg65
- gattin
- brandarar
- july81
- dlove
- disadora
- estersv
- fitubolla
- lillo
- curvychic
- gelin
- sarahice
- gudnyel
- milla
- doritaxi
- handtoskuserian
- himmalingur
- 810
- jeg
- johannagisla
- leifur
- mammzla
- jonoli1
- pallieliss
- rafng
- hross
- sisvet
- blavatn
- joklamus
- midtunsheimilid
- svala-svala
- saethorhelgi
- vertu
Athugasemdir
Þetta er ömurlegt að lesa. Það er til skammar hvernig komið er fram við aldraða í þessu þjóðfélagi. Afi fór í rannsókn á landspitalann fyrir um 3 árum síðan, amma fór með honum, þau voru látin bíða í 6-7 klukkutíma á ganginum án þess að fá vott eða þurrt...... heldur þú að þetta sé hægt??? Eldra fólk vill oft ekki trufla, finnst það vera fyrir , afhverju ætli því líði svona ? ...Það á að hefja þetta fólk upp á stall, bera virðingu fyrir því fólki sem hefur gengið fleiri skref en við hin og við eigum að búa því "áhyggjulaust ævikvöld.... - svo sannarlega!
Ester Júlía, 16.3.2007 kl. 15:43
Sorglegt að vita hve illa gengur að allir búi við það sama hvar sem er á landinu. Vonandi batnar mömmu þinni fljótt og vel Birna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2007 kl. 16:18
Í þessu tilfelli skiptir ekki máli hvar á landinu hann er.
Í sambandi við að kæra, þá er það svo ofsaleg erfitt í svona litlu samfélagi.
En þetta nær auðvitað engir átt.
Birna Mjöll Atladóttir, 16.3.2007 kl. 16:22
hringdu baraí 112 ef þú telur að þið þurfið á læknishjálp að halda. Þeir sjá um að ræsa út lækninn
kv.
Kolla
kolla (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 18:24
Gangi ykkur vel, Birna mín. Það er skelfilega leitt að heyra af þessari framkomu. Englakveðjur að sunnan.
Klara Nótt Egilson, 16.3.2007 kl. 20:19
Já þetta er als ekki gott.
Solla Guðjóns, 17.3.2007 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.