Stórbændur og leiguliðar

Jarðir eru að seljast grimmt í dag og ekki fyrir neinn smá pening.  Og svo er nú komið að sömu aðilarnir eiga nú orðið sumir hverjir margar jarðir hver. 

 Ég er að velta fyrir mér hvort þetta sé að verða eins og þetta var í kringum aldamótin 1700 þegar ein manneskja gat átt ótal jarðir. 


Skal ég nú segja ykkur frá einni sem bjó í Saurbæ á Rauðasandi en hún var kölluð Guðrún ríka. 


Guðrún þessi átti allar jarðir milli Skorar og Bjargtanga, en það er Rauðasandshreppur allur, og voru því allri bændur á þessum bæjum lendsetar hennar.  Guðrún beitti landsetum sínum mikilli kúgun og var hún smátt og smátt að hneppa þá alla í ánauð.  Afgjöld jarða Guðrúnar í Bæ voru að eðlilegu misjafnlega há og sniðin eftir stærð þeirra, gæðum og gangi, en yfirleitt fór hún það sem hægt var að komast í þeim efnum. Það sem landsetum hennar var þó sérstakleg þungt í búi , voru hin mörgu kúgildi og leigupeningar, sem Guðrún þrengdi inn á þá, en pening þennan urðu þeir svo að ábyrgjast, yngja hann upp og skila fullgildum á sínum tíma. Henni hafði tekist að hlað 77 ½ kúgildi, eða sem s varar 465 leigu ám á kotin á Rauðasandi. Til þess að gjöra betur grein fyrir því hversu bændum hefur verið þetta þungbært, skal þess getið, að á Lambavatni, lítilli jörð, voru hvorki meira né minna en 11 kúgildi, í Melanesi 8, á Stökkum 6 og annar staðar eftir þessu. Afleiðing þessa óhæfilega kúgildafjölda varð m.a. sú að bændum tókst ekki, þegar illa áraði að heyja nema fyrir kúgildunum, og gátu svo enga skepnu átt sjálfir, enda var líka endirinn sá, að Guðrún í Bæ átti svo að segja hverja skepnu í hreppnum.


Ekki lét Guðrún samt sér nægja að setja allan þennan fjölda kúgilda á jarðir sínar. Auk þess skyldaði hún bændur til þess að taka fóðurpening hjá sér og lét hún flytja skepnurnar til þeirra, hvort sem þeir voru færir til þess að fóðra þær eða ekki.
Ef svo að þessar fóðurskepnur féllu úr hor, var með harðir hendi heimtuð borgun fyrir þær. Það kom fyrir að bændur mölduðu í móinn og vildu ekki veita móttöku fóðurpeningi Guðrúnar, en þá voru þeir beinlínis beittir ofbeldi og skepnurnar látnar inn í bæina hjá þeim og skildar þar eftir. Þá þorðu þeir ekki öðru en að taka við skepnunum, annars áttu þeir vísa óvild hins volduga landsdrottins.

Guðrún bannaði bændum á rauðasandi að eiga hesta, en ef þeir vildu hafa hross til afnota, urðu þeir að taka þau á leigu hjá henni. Frá því er sagt , að Jón nokkur Steingrímsson, sem var á Siglunesi, hafi tekið hest á leigu hjá Guðrúnu, en svo illa tókst til, að hesturinn féll úr hor. En vegna þess að Jón gat ekki skilað hestinum, eða látið annan í staðinn, varð hann að borg leigur fyrir hestinn í 5 ár. Þá gat hann loks borgað Guðrúnu verð hestsins,og varð hann þá að láta 6 vættir fyrir hann.

Ein kvöðin sem Guðrún hafði sett á landseta sína, var hestalán.  Þegar hún var að senda í langferð og fleiri hest þurfti til þeirra en til voru í Bæ, voru hestar bænda teknir endurgjaldslaust og kom slíkt oft fyrir á hverju ári.  Þetta urðu þeir að láta sér lynda annars áttu þeir á hættu óvild og jafnvel ofsókn frá Guðrúnu.

Önnur kvöð var það sem Guðrún hafi lagt á Rauðsendinga var sú að þar mátti enginn hafa þarfanaut nema hún ein og urðu því allir að greiða henni bolatoll, sem var eins dags sláttur í túninu í Bæ

Sumir voru svo snauðir að þeir áttu ekki eldsgagn eða eldunarpotta til þess að geta soðið ofan í sig matinn.  Þá fór Guðrún að leigja eldunarpotta með jörðunum og fór leigan eftir stærð þeirra. 
Það má segja að þó að landsetar Guðrúnar í Bæ væru ekki lagalega þrælar hennar, þá hafi þeir verið það í framkvæmd og reynd.  Hún átti jarðirnar, skeppurnar að mestu, eldunargögnin, bátana og veiðafærin og loks réð hún yfir vinnu þeirra.

Hvað er maður svo að kvarta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, hvað er maður svo að kvarta?

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 00:25

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Þeir aðilar sem eru að kaupa upp jarðirnar gætu það ekki nema að því að fólk vill selja þær en það er líka hagur fasteignasalanna að peppa verðið upp. En er ekki ALLT orðið falt ef nógu hátt er boðið? Það er eins gott að fólk deyji svo ekki frá þessu, gæti verið erfitt að koma eignunum yfir.

Vilborg Eggertsdóttir, 16.3.2007 kl. 00:26

3 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Það veit ég vel Vilborg að það er enginn neyddur til að selja.
Það sem mér finnst leiðinlegt er að þegar einn peningamaður á kannski 3 - 4 jarðir, og kemur þá kannski í veg fyrir að einhver annar sem ekki á jafn mikla peninga og hinn, kaupi jörð til að búa á.

það  má svo líka segja að það sé gott að einhver kaupi, því að flestir þessara manna eru að gera húsin á jörðunum upp og halda öllu við, sem aftur á móti væri ekki gert ef jörðin færi í eyði

Birna Mjöll Atladóttir, 16.3.2007 kl. 00:46

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Kvitt

Vatnsberi Margrét, 16.3.2007 kl. 11:51

5 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Hva.. hefur þetta breyst svo mikið :) Guðrún hefur breyst í Geir H. Haarde! ;)

andrea marta vigfúsdóttir, 16.3.2007 kl. 12:10

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Eru viss að hún hafi heitið Guðrún  ríka  en ekki Ólöf ríka ???

Kristín Katla Árnadóttir, 16.3.2007 kl. 12:30

7 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Þekkir þú Ólöfu sem bjó í Bæ????

Birna Mjöll Atladóttir, 16.3.2007 kl. 16:34

8 Smámynd: Solla Guðjóns

kvitt

Solla Guðjóns, 17.3.2007 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

33 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 217218

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband