Svindlarar

Undanfarið hefur borið mikið á því að aðilar erlendis frá séu að reyna að svindla á ferðaþjónustu aðilum.  Svindlið felst í því að reynt er að bóka fyrir stóra hópa í marga daga á tímabili sem er fyrir utan hið hefðbundna ferðatímabil. Ávalt er beðið um bestu og dýrustu aðstöðu sem í boði er.  Þeir vilja borga allt fyrirfram og eru tilbúnir með visa kortið þegar þú villt.
Ekki er ég viss hvernig þeir ætla að ná pening út en ég hef sterkan grun um að þeir séu með stolin kort, síðan tekur þú út af kortinu en þá hætta þeir við og vilja að þú leggir inn aftur peninginn sem þú ert búin að fá borgað, nema nú fer það inn á annan reikning, ekki inn á vísað.  Það er þá í raun sá sem á kortið sem er að tapa.

Ég er búin að fá mörg svona bréf, það síðast fyrir nokkrum dögum.  Ég svaraði að ég ætti laust en um leið spurði ég hvort þeir vissu hvar í heiminum ég væri, eftir nokkra daga fékk ég svar (hafa trúlega verið að leita) þá spurði ég hvort þeir vissu hvar hótelið mitt væri, nei það vissu þeir ekki og báðu mig um að senda upplýsingar. Ég sagði að ég væri að spyrja vegna þess að við værum að fá fullt af bókunum frá fólki sem væri að reyna að svindla en við vísuðum því alltaf á lögregluna.  Ég hef ekki heyrt í þeim síðan.

Sem sagt:  Stór hópur, margir dagar, dýr gisting, fyrir utan venjulegt tímabil, fyrirfram greitt. = SVINDLARAR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

merkilegt hvað svindlarar hafa fjörugt ímyndunarafl til að ná út peningum...

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 16:30

2 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Þvílík útsjónarsemi! Þú lætur aftur á móti greinlega ekki að þér hæða. Ég hef bara ekki lesið um slíkt og annað eins útspil um langt skeið. Ja hérna hér (sagði hún og skellti á hné sér) það er eins gott að almenningur fái veður af þessu.

Gott hjá þér að blogga um svindlið.  

Klara Nótt Egilson, 15.3.2007 kl. 21:44

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Halló nýi bloggvinur. Ég á eftir að vera dugleg að kíkja á síðuna þína og dást að myndunum þínum! Ömurlegt að vita þetta með svindlarana og flott hvernig þú höndlar þetta! Kveðja frá Akranesi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.3.2007 kl. 22:23

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Það þarf visst ósiðferðislegt hugvit í svona lagað,en gott hjá þér.

Solla Guðjóns, 17.3.2007 kl. 19:20

5 Smámynd: Jens Guð

Það sorglega er að sumir falla fyrir þessu bragði.  Alveg eins og sumir falla fyrir Nigeríubréfunum og allskonar öðru plati.  Það er eins og sumt fólk missi dómgreind þegar það heldur að stutt sé í fjárhagslegan gróða. 

Menn fá kannski bréf um að þeir hafi unnið 10 milljónir kr.  í lottói.  Viðkomandi þurfi bara að 10% fjármagnstekjuskatt til að hægt sé að millifæra peninginn á það.  Sumir borga þennan 10% pakka -  án þess að hafa nokkurn tímann keypt lottó miða!

Jens Guð, 18.3.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

33 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 217218

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband