Leiðinda veður

Jæja, ætli það sé ekki best að fara að kveikja á kertum, já og bursta rykið af snjósleðunum.
Veðrið hér er að verða kolvitlaust.

Þegar rafmagnið er ekki að tolla inni þegar góða veðrið er þá er ekki hægt að búast við að það hangi inni núna.

Annars er ég bara að dúlla mér í að mála herbergið hennar Maggýjar Hjördísar (dóttur minnar), ég ætla að koma henni á óvart með því að gera herbergið hennar fínt af því að hún var svo góð um síðustu helgi.

Ég vona bara að hún sé ekki að þvælast hér inni á blogginu svo hún lesi þetta ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er leiðinlegt að það sé svona vont veður hjá þér Birna mín, enn það er flott hjá þér að mála herbergi dóttur þinnar þá líður tíminn svo fljótt, vonandi lagast veðrið fljótlega.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.3.2007 kl. 19:16

2 Smámynd: G Antonia

Vildi bara segja; "váá"- hvað þú ert með fallegar myndir þarna í "öðruvísi myndir" albúminu. Gleður augað að sjá svona myndir
Það er einnig leiðindaveður hér þar sem ég er, á suðvesturhorninu  eða Suðurnesjum brrrr!!!
kv

G Antonia, 15.3.2007 kl. 00:10

3 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Takk fyrir þetta. 

Dóttir mín 14 ára er með myndadellu eða var það í sumar.  Hún fékk æði í að taka "öðruvísi" myndir.

Birna Mjöll Atladóttir, 15.3.2007 kl. 02:17

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi hefur rafmagnið haldist að mestu inni Birna mín.  Og gott hjá þér að mála herbergið.  Já og sammála þetta eru skemmtilegar myndir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2007 kl. 10:05

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 17.3.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

32 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband