11.3.2007 | 16:42
Að treysta
Dóttir mín fór með vinkonu sinni að heimsækja ömmu hennar (vinkonunnar)um helgina. Amma þessi á heima í þorpi á vesturlandi svo vinkonurnar þurftu að fara með Baldri og fóru þær á föstudaginn og koma heim í dag.
Það er alltaf svolítið erfitt þegar krakkarnir fara að sýna þess merki að óðara fara þau að fljúga úr hreiðrunum, þó svo að ég vona að mín eigi eftir að vera einhver ár í viðbót hér heima.
Nema hvað nú voru þær vinkonur staddar fjarri heimilum sínum föstudags og laugardagskvöld. Ég bað hana um að hafa símann með sér svo að ég gæti verið í sambandi.
Ég ákvað að reyna nú að vera ekki alltaf að hringja. Um miðnætti á föstudeginum hringdi ég þó, en ég fékk bara þau skilaboð að annaðhvort væri slökkt á símanum eða hann fyrir utan þjónustu svæði.
Þetta pirraði mig svolítið, en ég reyndi þó að slappa af. Ég hringdi í móður vinkonunnar sem sagði mér að hennar dóttir hefði gleymt hleðslutækinu.
Í stuttu máli sagt þá komu vinkonurnar heim á milli 1:30 og tvö. Dóttir mín hringdi strax heim og var eyðilögð yfir að ég hefði ekki náð en síminn hennar hefði verið rafmagnslaus og hvorug með hleðslutæki. Ég sagði að þetta væri nú allt í góðu en bað hana að fá lánað hleðslutæki og hafa símann full hlaðinn næst kvöld. Ég var mjög ánægð með mína enda ekki ástæða til annars.
Ekki var sömu sögu að segja með fjölsk. vinkonunnar. Mikil læti voru gerð sökum þess hve seint þær hefðu komið heim. Hringt hafði verið til lögreglunnar í viðkomandi þorpi og hún beðin um að gá að þeim. Ungi maðurinn sem bjó heima hjá ömmunni sagðist ekki ætla að eyða helgunum í að leita að svona dömum. Mamman á toppi.
Ég bara spyr , hvað er að fólki? 15 og 16 ára stelpur að koma heim kl: 1:30 2.00 hvað er að því? Erum við búin að gleyma hvernig við vorum?
Það var ekkert sem þær gerðu sem sýndi að við ættum ekki að treysta þeim. Það hafði ekki verið talað um að koma heim á vissum tíma.
Ég talaði við þær á laugardeginum og bað þær um að vera komnar heim kl, 1:00 sem þær og gerðu.
Stelpan mín talaði um að vinkonan væri í rusli hvernig sín fjölskylda tæki þessu og kveið því að koma heim. En hvað hafði hún brotið af sér?
Ég treysti mínum börnum 100% á meðan þau sína mér ekki ástæðu til annars.
33 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 217218
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
- dufa65
- annarun
- thordistinna
- mydogs
- antonia
- ragnarfreyr
- gurrihar
- estro
- zoti
- jensgud
- helgigunnars
- klaralitla
- bonham
- sifjar
- kiddirokk
- jonbondi
- katlaa
- skrifa
- thelmaasdisar
- palmig
- sigmarg
- 730
- maple123
- ekg
- zunzilla
- steina
- kallimatt
- vefritid
- sveita
- blossom
- kruttina
- berg65
- gattin
- brandarar
- july81
- dlove
- disadora
- estersv
- fitubolla
- lillo
- curvychic
- gelin
- sarahice
- gudnyel
- milla
- doritaxi
- handtoskuserian
- himmalingur
- 810
- jeg
- johannagisla
- leifur
- mammzla
- jonoli1
- pallieliss
- rafng
- hross
- sisvet
- blavatn
- joklamus
- midtunsheimilid
- svala-svala
- saethorhelgi
- vertu
Athugasemdir
Sæl Birna, já ég er sammála þér með það að treysta krökkum, alveg sama hvernig við vorum ég myndi skilja öll þessi læti ef þær hefðu farið til stórborgar út í heim, er þetta ekki bara vegna þess að foreldrarnir eru eins og þjófar sem eru þjófhræddir? Kv. Helgi Þór.
Helgi Þór Gunnarsson, 11.3.2007 kl. 17:18
Sæl! Var smástund að átta mig á nafninu, en þegar ég fór inn á síðuna þína fattaði ég þig auðvitað strax! :) Kveðja úr upplýsingamiðstöðinni! Andrea
andrea marta vigfúsdóttir, 11.3.2007 kl. 17:42
Ef þú heldur að ég gefi þér sjens á að gleyma mér, þá gleymdu því. Allavega ekki fólki sem ég kann vel við.
Annars, ertu farin að spá í Ferðatorgið???
Birna Mjöll Atladóttir, 11.3.2007 kl. 17:57
Auðvitað eigum við að treysta börnunum okkar. Um leið og við sýnum fram á að þeim er ekki treystandi, þá höfum við um leið brotið vegginn sem skilur milli trúnaðar og vantrúar. Börn eru bara eins og fullorðnir með það, að þegar þeim er treyst þá vilja þau standa undir því. Í flestum tilfellum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2007 kl. 11:17
Það er bara skilyrði finnst mér sem uppalanda að sýna börnum traust og virðingu öðruvísi kennum við þeim ekki þá hluti ........þú átt að treysta mér heyrir þú það .........en ég treysti þér ekki.........hver fær þetta til að stemma.
Solla Guðjóns, 17.3.2007 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.