8.3.2007 | 23:13
Öryggisnet
Eins og segir í textanum:
"Mig dá oft hefur dreymt það og dáldið langað til"
Já mig hefur lengi langað til að koma upp öryggisneti fyrir gesti sem fyrirfram bóka hjá ferðaþjónustunni. Þannig að ef gesturinn skilar sér ekki til mín þá get ég hringt á þann stað sem hann var að koma frá. Þetta myndi flýta leit ef til leitar kæmi.
Þetta er ósköp einfalt, þegar ég skrái niður bókun þá skrái ég einnig hvaðan viðkomandi gestur er að koma. Litið mál. Ef gesturinn skilar sér ekki þá hringi ég á þann stað sem hann var síðast á og svo koll af kolli, þannig er hægt að rekja slóða viðkomandi og létta um leið leitina ef til leitar kæmi.
En en fáir hafa hlustað eða tekið mark á þessu.
Ég er í svæðisstjórn og á einum fundanna þar var verið að skoða hvað þarf að hafa í huga þegar ferðamaður týnist á þessu svæði.
Þá kom ég hugmynd minn að. Ég var hvött til að reyna að koma þessu eitthvað áfram, sem ég taldi mig vera búin að gera og þess vegna gerði ég ekkert meira.
Eins og ég sagði frá hér um daginn, þá var ég að fá fyrstu gesti þessa árs og allt í góðu með það.
Þeir voru að koma frá Hótel Búðum og var ég búin að hafa samband þangað til að frétta af þeim. Þau komu svo á tilsettum tíma hingað.
Í kvöld fékk ég svo upphringingu frá formanni svæðisstjórnar þar sem hún hvetur mig enn og aftur til að reyna að koma þessu formi á.
Málið var nefnilega það að gestirnir mínir héldu norður, en fyrir norðan vissu menn ekkert hvaðan þessir gestir voru að koma og gerðu því ekki neitt þegar þeir skiluðu sér ekki.
Frakkarnir mínir sátu nefnilega fastir í skafli upp á Dynjandisheiði yfir nóttina.
Þau gátu gengið til bæja um morguninn því veður var gott.
En hvað ef veðrið hefði ekki verið svona gott?
Ég er ákveðin í að skrifa bréf á morgun til, ferðaþjónustubænda, samtökum ferðaþjónustunnar, Slysavarnarfélagsins og ýmissa annarra aðila sem málið varðar. Ég skal koma þessu á fyrir sumarið 2008.
33 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 217218
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
- dufa65
- annarun
- thordistinna
- mydogs
- antonia
- ragnarfreyr
- gurrihar
- estro
- zoti
- jensgud
- helgigunnars
- klaralitla
- bonham
- sifjar
- kiddirokk
- jonbondi
- katlaa
- skrifa
- thelmaasdisar
- palmig
- sigmarg
- 730
- maple123
- ekg
- zunzilla
- steina
- kallimatt
- vefritid
- sveita
- blossom
- kruttina
- berg65
- gattin
- brandarar
- july81
- dlove
- disadora
- estersv
- fitubolla
- lillo
- curvychic
- gelin
- sarahice
- gudnyel
- milla
- doritaxi
- handtoskuserian
- himmalingur
- 810
- jeg
- johannagisla
- leifur
- mammzla
- jonoli1
- pallieliss
- rafng
- hross
- sisvet
- blavatn
- joklamus
- midtunsheimilid
- svala-svala
- saethorhelgi
- vertu
Athugasemdir
Áfram Birna. Ég styð þig í þessu. Þetta á ekki hvað síðst við um á vetratíma, á fáförnum vegum, og þegar um hálendiferð er að ræða.
En eftirvill finnst fólki almennt þetta vera of mikil vöktun.
Hef sjálf lent í því að verða andvaka út af gestum, og bíða. Og það voru gestir með fullan bíl af börnum.
Svo kom á daginn að þau höfðu lent í því að vera með bilaðan bíl á fáförnum vegi og orðið að ganga til byggða. Hefði maður haft einhverja hugmynd um að þau hefðu verið að fara þessa leið hefði kanski mátt hafa samband við nálæga skálaverði eða þvíumlíkt.
gunna litla (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 10:27
kvitt
Kristín Katla Árnadóttir, 10.3.2007 kl. 12:55
Gott og þarft mál Birna mín og mjög auðvelt að koma á. Ég man þegar ég var að ferðast á puttanum í gamla daga fór frá Skotlandi niður til Frakkalands og gisti á farfuglaheimilum. Þá var fylgst með okkur, við vorum með kort þar sem var kvittað fyrir á þessum heimilum, og ef maður skilaði sér ekki eina nóttina þá var spurt hvar maður hefði verið. En mest skipti þó máli að það var fylgst með manni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2007 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.