8.3.2007 | 22:18
Fyrir Gunnu vinkonu
Ég er eins og áður löt við að skrifa hér inn. Aftur á móti hef ég verið dugleg að lesa það sem þið hin eruð að skrifa.
En nú bara verð ég. Hún Gunna vinkona mín er farin að kíkja hér inn og þegar hún sér að ég sett ekkert inn vefsíðuna og blogga ekkert þá heldur hún að ég liggi í leti.
Undanfarið hef ég og nágranni minn og vinur verið að vinna að göngukorti. Göngukort þetta nær yfir litla kjálkann sem við búum á. Á korti þessu eru gönguleiðirnar númeraðar og hver leið á sinn lit, þar sem þær skerast mikið. Stutt leiðarlýsing er á hverri leið.
Síðan erum við að vinna að lengri leiðarlýsingum fyrir þessar sömu leiðir ásamt sögum og sögnum. Þannig að meiningin er að kortið og bókin funkeri saman.
Meiningin er að gefa þetta síðarnefnda út í bók á næsta ári.
Kortinu munum við dreifa ókeypis en selja bókina.
32 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
- dufa65
- annarun
- thordistinna
- mydogs
- antonia
- ragnarfreyr
- gurrihar
- estro
- zoti
- jensgud
- helgigunnars
- klaralitla
- bonham
- sifjar
- kiddirokk
- jonbondi
- katlaa
- skrifa
- thelmaasdisar
- palmig
- sigmarg
- 730
- maple123
- ekg
- zunzilla
- steina
- kallimatt
- vefritid
- sveita
- blossom
- kruttina
- berg65
- gattin
- brandarar
- july81
- dlove
- disadora
- estersv
- fitubolla
- lillo
- curvychic
- gelin
- sarahice
- gudnyel
- milla
- doritaxi
- handtoskuserian
- himmalingur
- 810
- jeg
- johannagisla
- leifur
- mammzla
- jonoli1
- pallieliss
- rafng
- hross
- sisvet
- blavatn
- joklamus
- midtunsheimilid
- svala-svala
- saethorhelgi
- vertu
Athugasemdir
Gott framtak hjá þér Birna Mjöll mín. Og kveðja til Gunnu vinkonu þinnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2007 kl. 22:29
Halló vinkona.
Takk fyrir þetta. Mikið assskoti ertu dugleg að skrifa. Ég skal senda þér eitt kort þegar þetta er klárt.
Ég held að ég sé búin að "fatta" hvar þú átt heima.
Birna Mjöll Atladóttir, 8.3.2007 kl. 23:17
Takk elskuleg, ég myndi vilja það gjarnan. Ég skal senda þér álfakort í staðin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2007 kl. 00:58
Til hamingju með þetta frábæra framtak vinkona.
vissi að orkan hefði öll legið þín megin.
Má ég forvitnast um úr hvaða grunni þú færð kortið þitt, og í hvaða forriti þú vinnur það?
hef nefnilega mikin áhuga eins og þú veist á svona málum.
gunna litla (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 10:20
Úr hvaða grunni? Hverslags spurningar eru þetta? Nú...úr steyptum grunni.
Nei, þetta er nú svona smá laugardags grín. Þetta er frá landmælingum. Síðan fórum við í gömul kort og pikkuðum upp gamlar verleiðir og bættum síðan einni nýrri leið inní sem við köllum ferðamannaleið. En það er ganga meðfram öllu bjarginu. 14 km. löng.
Sumt af ítarefninu erum við komin með klárt, þannig að þeir sem ganga eitthvað af þessum leiðum og vilja meiri upplýsingar, geta fengið þær hjá okkur út prentaðar. En við eigum töluverða vinnu eftir í þessu.
Birna Mjöll Atladóttir, 10.3.2007 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.