Sjónvarp/útvarp allra landsmanna?

Ég var á fundi um samgöngu og fjarskipta mál.  Sturla Böðvars skýrði út fyrir okkur stöðuna í þessum  málum.  Hann notaði auðviðtað tækifærið og blessaði aðeins yfir okkur, ég meina ………það er um að gera að nota tækifærið, það er nú ekki svo langt í kosningar. Samt fer alltaf pínu í taugarnar á mér að þessir pólitíkusar þurfi að pota aðeins að hinum sem eru á móti þeim í pólitík og eru ekki á staðnum til að svara fyrir sig.  En þetta er nú víst vara svona. Nú eru afnotagjöld sjónvarpsins ekki lengur til heldur er þetta nefskattur sem allir borga.  Ok………það er allt í góðu fyrir þá sem ná sjónvarpi en hinir sem ekki búa á útsendingarsvæði sjónvarpsins/útvarps……….. hvað með þá………..jú þeir fá sitt sjónvarp óðara sent í gegnum gervihnött, sem verður vonandi hið best mál, en hver á að borga.  Það er allavega búnaður sem þarf til að ná þessum sendingum, búnaður sem ég er búin að heyra að kosti í kringum 500.000.  Málið er afskaplega einfalt, það er bara þannig að ef þú hefur áhuga á að ná útsendingu þá borgarðu þetta sjálfur.  AMEN.Sjónvarpið/útvarpið er ekki allra landsmanna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ha ! ertu að meina ?  Ég á ekki orð.  Stangast þetta ekki á við stjórnarskrána þar sem allir eiga sama rétt og eiga ekki að vera mismunað gagnvart búsetu, kyni aldri og hvernig er þetta annars.  Svei því bara.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2007 kl. 18:18

2 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Það er auðvitað gott að horfa á broslegu hliðina á þessu. 
Ef við tökum Gísla Gíslason sem dæmi.  Hann hafði ekki sjónvarp, eitthvað útvarp hefur hann haft, trúlega langbylgjuna eins og ég, en ég man ekki hvort hann hafði rafmagn.  Allavega hann vissi ekki hvers hann fór á mis eða hvort hann var að fara á mis við eitthvað.
Ég hinsvegar hef haft sjónvarp og útvarp til margra ára, en þegar ég flyt hingað þá bakka ég í raun mörg ár aftur í tímann.  Ég get varla sagt að ég hafi séð sjónvarp frá því 1999. 
En enginn veit hvað átt hafur fyrr en misst hefur.

Birna Mjöll Atladóttir, 27.2.2007 kl. 18:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú getur væntanlega séð þetta allt í tölvunni þinni Birna mín þ.e. fréttir og íslenskt efni.  En þetta er ótrúlegur andskoti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2007 kl. 20:53

4 identicon

Bý fyrir utan venjulegt tölvusamband.  Það eruð þið sem segið mér frétirnar.

Ég get opnað og sent bréf en ekki horft á sjónvarp eða neitt svoleiðis.  Ég er ekki skrítin fyrir ekki neitt.

Gísli á Uppsölum er farinn og þá verður einhver skrítinn að vera eftir.

Birna Mjöll (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 12:53

5 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

En, þú manst að Gísli lést fljótlega eftir að hann fékk alla þessa athygli.Það er spurning um að vera bara ein og óuppgötvuð.

Birna Mjöll Atladóttir, 28.2.2007 kl. 17:55

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehee ekki viljum við missa þig þegar við höfum loks fundið þig Birna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

32 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband