8.2.2010 | 13:29
„Mikið er gaman að lifa í dag og fá að njóta þess með öðrum“
Já þetta eru orð að sönnu og voru mér ofarlega í huga þegar ég ásamt fullt af öðru fólki gengum út úr Patreksfjarðarkirkju á föstudagskvöld.Það var Magnús Ólafs Hansson sem sagði þessi fleygu orð við mig fyrir um 13 árum síðan en það var á fyrsta fundi okkar Magnúsar. Orðin eru höfð eftir afa Magnúsar og er þetta eittvað sem við gætum lært af.
Það var einmitt Magnús sem stóð að þessum sólartónleikum og fékk í lið með sér fullt af mjög góðu fólki af svæðin. Tónleikarnir voru haldnir til heiðurs Steinunni Guðbrandsdóttur , mömmu Magnúsar en hún varð 80 ára þetta kvöld.
Dagskráin var fjölbreytt og svo flott að ég ákvað að segja ykkur frá minni upplifun. Þeir sem fram komu voru frá Patreksfirði,Tálknafirði og Bíldudal.
Fyrst komu fram og sungu nokkur lög, Pólsku systurnar Elzbieta (eiginkona Magnúsar) og Mariola. Þær ýmist sungu saman eða Mariola söng og Elzbieta spilaði undir. Eitt af þeim lögum sem þær tóku um kvöldið var úr söngleiknum Carmen og hafði mamma það á orði að þetta hefði verið jafn fallegt ef ekki betra en þegar Maria Callas söng þetta.
Kvartett Camerata söng síðan nokkur lög án undirspils. Í kvartettinum eru þau Magnús Hansson(Patreksfjörður), Trausti Þór Sverrisson (Tálknaförður) , Elzbieta og Mariola (Patreksfjörður). Allt sem þau fluttu var virkilega fallegt og framkoma þeirra allra professional.
Þá sungu þær Mariola ,Ólöf Þórðardóttir, Friðbjörg Matthíasdóttir og Steinunn Sturludóttir nokkur lög, ég held að þetta hafi allt verið lög úr söngleikjum. Ég hefði viljað heyra meira frá þeim. Það var gaman að sjá hvernig Ólöf og Mariola sungu til hvorrar annarrar.
Þá koma Guðný Gígja Skjaldardóttir og söng nokkur lög. Síðasta lagið samdi hún sjálf við texta frá Davíð Stefánssyni og söng mamma hennar millirödd með henni. Ég held að þetta hafi verið það sem kom mér mest á óvart. Ég hafði heyrt að hún var að syngja en ekki heyrt í henni sjálf og ekkert heyrt um hana. Hún var í einu orði FRÁBÆR sem og mamma hennar og vona ég að það eigi eftir að heyrast mikið meira í henni í framtíðinni.
MEG@trio skipa Mariola, Elzbiet og Gestur Rafnsson, þau tóku nokkur virkilega falleg lög, meðal annars Dimmbláa nótt, sem mér fannst æðislega fallegt eins og allt sem þarna var spilað og leikið.
Þá kom Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal og tók nokkur lög við undirspil Rafns Hafliðasonar, Gests Rafnssonar og Mattíasar Ágústssonar. Þeir voru flottir strákarnir. Ég þarf ekki að segja það hér hvað Jón stóð sig vel. Hann var í raun eins og uppistandari og naut athyglinnar í botn.
Síðast á dagskránni var síðan var lag tileinkað afmælisbarninu Steinunni Guðbrandsdóttur, það voru þau Magnús og Mariola sem sungu lagið á vegamótum við undirleik Elzbietar
Kynnir á tónleikunum var Halldóra Björnsdóttir. Halldóra stóð sig vel eins og allir aðrir og sló á létta strengi milli atriða.
Allur ágóði af tónleikunum rennur til Líknarsjóðs Patreksfjarðarkirkju. Líknarsjóður Patreksfjarðarkirkju var stofnaður fyrir jólin 2009Sjóðurinn var stofnaður af sóknarnefnd Patreksfjarðarkirkju.Það er sóknarprestur og gjaldkeri sjóðsins sem sem halda utan um sjóðinn. Gjaldkeri er Steinunn Sturludóttir í Sparisjóðnum á Patreksfirði halda utan um sjóðinn Úthlutað er úr sjóðnum eftir beiðnum sem berast.
Að lokum læt ég fylgja hér með til gamans upplýsingar um feril þeirra systra Mariolu og Elzbietu
Söngstjórinn Maria Jolanta Kowalczyk (Mariola) lauk söngnámi frá tónlistarháskólanum í Kraká árið 1980. Síðan þá hefur hún verið virt söngkona í heimalandi sínu og komið fram á tónleikum víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Belgíu, Grikklandi, Tyrklandi, Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi, Ítalíu og Finnlandi auk Íslands, og hvarvetna hlotið mikið lof fyrir söng sinn. Þá hefur Mariola tekið þátt í fjölmörgum tónlistarhátíðum í heimalandi sínu m.a. ,,Tónlist í gömlu Kraká, ,,Haust í Varsjá, Vratislaw Cantans og Tónlistarhátíðinni í Baranów.Mariola starfaði um árabil við óperuhúsin í Kraká og Bytom og söng með ,,Capella Cracoviensis og ,,Capella Bydgosciensis. Hún hefur sungið með sinfóníuhljómsveitum í flutningi á óratoríum, fyrir pólska útvarpið og hafa margar erlendar útvarps- og sjónvarpsstöðvar gert upptökur með söng hennar. Mariola flutti til Íslands árið 1994 þar sem hún gegndi skólastjórastöðu við Tónskólans á Hólmavík og stjórnaði Kirkjukór Hólmavíkur. Hún flutti til Ísafjarðar í september 2000 og fór að kenna við Tónlistarskóla Ísafjarðar og Tónlistarskólan í Bolungarvík. Mariola stjórnaði stúlknakór Tónlistarskóla Ísafjarðar frá árinu 2000 þar til hún hætti störfum við skólann 2002. Hún var kennari og síðar skólastjóri við Tónlistarskólann í Bolungarvík og var kórstjóri Kirkjukóranna á Flateyri og Holti og Karlakórsins Ernis af norðursvæði Vestfjarðakjálkans. Um áramótin 2007-8 fluttist Mariola til Patreksfjarðar og er tónlistarkennari í Vesturbyggð ásamt því að vera söngstjóri kirkjukórs Patreksfjarðar og Karlakórsins Vestra. Píanóleikarinn Elzbieta Anna Kowalczyk fluttist til Íslands árið 1994. Elzbieta hóf nám í sellóleik en snéri sér fljótlega að píanóleik og lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Kraká 1986. Sex árum síðar lauk hún söngprófi frá Tónlistarskólanum í Nowy Targ.Elzbieta hefur verið undirleikari systra sinna, Mariolu og Evu (sem er þekkt söngkona í Póllandi) innan og utan Póllands og hefur einnig starfað með Sinfóníuhljómsveit og kór pólska ríkisútvarpsins. Elzbieta starfaði við tónlistarkennslu á Hólmavík frá 1994 þar til hún fluttist til Ísafjarðar haustið 2000. Hún hóf störf við Tónlistarskóla Ísafjarðar og Tónlistarskólann í Bolungarvík þá um haustið. Elzbieta var kennari við Tónlistarskólann í Bolungarvík og sem organisti hjá kirkjukórunum á Flateyri og Holti í Önundarfirði og var píanóleikari hjá Karlakórnum Erni á norðursvæði Vestfjarðakjálkans. Um áramótin 2007-8 fluttist Elzbieta til Patreksfjarðar og er skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar ásamt því að vera organisti hjá kirkjukór Patreksfjarðar og píanóleikari Karlakórsins Vestra.
336 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
- dufa65
- annarun
- thordistinna
- mydogs
- antonia
- ragnarfreyr
- gurrihar
- estro
- zoti
- jensgud
- helgigunnars
- klaralitla
- bonham
- sifjar
- kiddirokk
- jonbondi
- katlaa
- skrifa
- thelmaasdisar
- palmig
- sigmarg
- 730
- maple123
- ekg
- zunzilla
- steina
- kallimatt
- vefritid
- sveita
- blossom
- kruttina
- berg65
- gattin
- brandarar
- july81
- dlove
- disadora
- estersv
- fitubolla
- lillo
- curvychic
- gelin
- sarahice
- gudnyel
- milla
- doritaxi
- handtoskuserian
- himmalingur
- 810
- jeg
- johannagisla
- leifur
- mammzla
- jonoli1
- pallieliss
- rafng
- hross
- sisvet
- blavatn
- joklamus
- midtunsheimilid
- svala-svala
- saethorhelgi
- vertu
Athugasemdir
Þetta hefur verið yndislegt kvöld, ef það er eitthvað sem lifgar upp á mann þá er það söngur og spil það er að segja ef það er vel flutt.
Frábært að heyra í þér ljúfust mín, þessi setning
„Mikið er gaman að lifa í dag og fá að njóta þess með öðrum“
er bara yndisleg.
Kærleik til ykkar í Breiðuvík
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.2.2010 kl. 17:31
Milla mín alltaf svo sæt og yndisleg. Takk fyrir þetta Milla mín og góðar kveðjur til þín frá Breiðavík
Birna Mjöll Atladóttir, 8.2.2010 kl. 18:28
Takk fyrir þessa færslu Birna Mjöll mín. Ég þekki Magnús, Ellu og Mariolu vel síðan þau voru hér og Maríola stjórnaði karlakórnum Erni og Ella spilaði undir. Ég hef líka heyrt fallega samsönginn þeirra systra og fór með þeim yndislega ferð til Póllands, m.a. heim til þeirra systra.
Ég er viss um að þetta hefur verið yndislegt kvöld og eitthvað svo líkt Magnúsi að gera einmitt eitthvað svona til heiðurs móður sinni.
Vona að þú sjálf hafir það gott og sért betri til heilsunnar og einnig allt þitt fólk. Bestu kveðjur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.