Upphafið hjá mér

Það var í byrjun árs 2015 að ég fór á biðlista hjá Reykjalundi í offitumeðferð. Um hausið sama ár var ég boðuð á undirbúningsnámskeið. Þar var mér kynnt meðferðin og ég fékk upplýsingar um hvað þetta snerist og hvernig ég gat byrjað að vinna með nauðsynlegar lífsháttarbreytingar þar til ég yrði kölluð inn í forskoðun. Ég held að það hafi liðið 4 – 6 mánuðir þar til boðað var til forviðtals hjá hjúkrunarfræðingi og síðan í forskoðun hjá lækni á göngudeild.

Í forskoðuninni eru gerðar mælingar á holdafari, andlegri líðan og mat lagt á stöðuna Þar sem ég var utan að landi þá var ég tekin inn strax eftir þetta viðtal og prógramið hófst. Búið var að velja 10 manna hóp sem áttum að vera saman í þessu prógrammi og þetta var mjög góður hópur.

Það má því segja að þetta ferðalag mitt hafi byrjað í janúar 2016 Fyrst vorum við í 4 vikur á Reykjalundi en fórum heim um helgar. Þá hittumst við tvisvar í eina viku og tvisvar eða þrisvar í einn dag. Samtals er þetta ár sem við erum viðloðandi Reykjalund Í lok ársmeðferðar er metið hvort við erum tilbúinn til magahjáveituaðgerðar eða ermi á Landspítala.

Við þurfum að hafa breytt hugsunarhætti og háttum, vera kominn með reglulegt máltíðamynstur, hafa minnkað neyslu sykurs verulega, stundi reglulega hreyfingu, haldi áfram að léttast og er æskilegt að hafa lést um 10% af hámarksþyngd áður en að aðgerð kemur. Einig er mjög mikilvægt að vera andlega undirbúinn fyrir aðgerðina. Það sem mér fannst einkenna hópinn var að við vorum flest pepsi maxistar.

Það tók mig töluverðan tíma að hætta í pepsíinu en ég var komin í 4 lítar á dag. Ég trappaði mig niður hægt og rólega hætti. Ég fann drykk sem henti mér ver en það var VitHit. Ég kaupi mér það þegar ég er fyrir sunnan en það fæst ekki hér. Staðan er þannig í dag að ég er farin að drekka ½ á dag en því þarf ég að hætta eftir aðgerð.

boost-bottles-new


Bloggfærslur 10. janúar 2018

235 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 217075

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband