Lobbýið - anddyrið

Undanfarin ár þá höfum við ekki verið með almennilega gestamóttöku, við höfum bara fenið fólk inn að bara og þar höfum við tekið á móti fólki. 

Bak við hús er steypt stétt og þar mótar fyrir tvöfaldri hurð.  Þegar var farið að mæla stéttina þá sáum við að þetta var bara þokkalega stórt og ef brotið yrði inn þar sem hurðin er þá kæmum við inn í lobbýið.  Þarna var þá komin staður fyrir gestamóttökuna.  Nú ef það gengur ekki að hafa hana þarna þá er þetta einnig upplagt sem tölvuver.

   102_1170 102_1172

102_1171

Þetta er lobbýið eins og það er í dag.  Hurðin kemur þar sem landakortið er.  Tölvan + önnur til verða færðar.  Á veggjunum eru plattar þar sem á stendur "VELKOMIN" Þegar ég byrjaði að brenna þessa platta þá bjóst ég ekki við að það yrðir svo margar þjóðir sem kæmu en...annað kom í ljós.  Ég er með FULLT af "VELKOMIN" á ótal tungumálum sem ég á eftir að brenna.  Ég hef það þannig að þegar einhver kemur og frá einhverju landi sem ég á ekki til (velkominn) þá fær viðkomandi bjór.

Ég þarf að setja þetta á minni platta svo ég komi öllu fyrir.  

102_1139

 102_1148

Á fyrri myndinni má sjá hvar mótar fyrir hurðinni.  Fyrir ofan hana var skyggni sem var brotið niður í sumar.  Þeir horfa þarna á Keran og Villi og ég held að þeir hugsi hvað þeir séu búnir að koma sér út í.

 

   102_1155  102_1158

Þarna er aðeins farið að koma í ljós hvernig þetta verður.  Á myndunum eru þeir Keran og Villi

102_1180  102_1181

Sko þarna er kominn gluggi og húsbóndinn búinn að hengja sig í opnanlega faginu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Krafturinn í ykkur!!! Þið eruð alveg ótrúleg, Birna mín. Þetta verður æðislegt hjá ykkur. Gangi ykkur vel. Kærar kveðjur af Suðurlandinu!

Sigurlaug B. Gröndal, 4.2.2010 kl. 17:04

2 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Takk fyrir þetta Silla. Já það er sko allt á fullu hér og ekki stoppar kuldinn þá.  Þetta eru hörku kallar sem ég "á"

Birna Mjöll Atladóttir, 4.2.2010 kl. 18:03

3 Smámynd: Aprílrós

Gangi ykkur vel

Aprílrós, 4.2.2010 kl. 18:19

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er æðislegt Birna mín, vonandi kemst ég til ykkar í sumar.
Farðu vel með þig

Kærleikskveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

249 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 217047

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband